Útdráttur og lykilorð

 
Auður Aðalsteinsdóttir  Á slóðum hjartalausra fræðinga. Tilfinningar og fræði í ritdómum 20. aldar 
 
Eitt af einkennum ritdóma er að í þeim fléttast saman vísindaleg, alþýðleg og bókmenntaleg orðræða. Samfara auknum vísindalegum áherslum 20. aldar má hins vegar greina vaxandi tortryggni í garð vísindalegra bókmenntafræða og tilhneigingu til að skilgreina þau sem leikvöll „brjálaðra sérfræðinga“ og andstæðu alþýðlegrar bókmenntaumræðu þar sem hinn mannlegi þáttur bókmenntanna er í fyrirrúmi. Þessi tilhneiging tengist ríkjandi þjóðernislegum áherslum, sérstaklega á fyrri hluta aldarinnar, en er í þessari grein fyrst og fremst lesin í ljósi aldagamalla skilgreininga á listinni og mannlegum tilfinningum sem andstæðu rökhugsunar, fræða og vísinda.
 
Lykilorð: Gagnrýni, ritdómar, fagurfræði, fræðileg orðræða, þjóðernishyggja 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is