Útdráttur og lykilorð

 
Ásgeir Jónsson: Okurmálin í Austurstræti

Á eftirstríðsárunum spratt upp umfangsmikið óformlegt lánakerfi kennt við „okur“. Hér er fjallað um þetta lánakerfi með hliðsjón af okurdómum sem féllu árið 1956. Af dómunum má ráða að vextir í okurlánum hafi verið 30-60% og að þessi starfsemi hafi verið mjög almenn. Settar eru fram tvær tilgátur um tilurð okurlánakerfisins: Sú hin fyrri að lögsetning vaxta 1933 hafi reist lægra vaxtaþak en nam áhættulausum vöxtum íslenska myntsvæðisins. Eftir það urðu húsbyggjendur að leita á svartan markað eftir fjármagni. Í annan stað var stunduð fjármálabæling í ríkisbankakerfinu sem fólst í lánaforgangi til ákveðinna greina en útlokun annarra, líkt og verslunar. Okurlánakerfið er því birtingarmynd vanhugsunar eða populisma nýsjálfstæðrar þjóðar er fól í sér mikinn velferðarkostnað. 
 
Lykilorð: okurlán, vaxtaþak, fjármálabæling, íslenska myntsvæðið, óformleg lánakerfi 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is