Útdráttur og lykilorð

 
Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Blóðsykur, vinnuvikur, mælistikur: Um peninga, vinnu og verðmæti
 
Í þessari grein er fjallað um ýmsar takmarkanir peninga sem mælikvarða á gildi bæði hluta og vinnu. Færð eru rök fyrir því að peningar séu afar óáreiðanlegur mælikvarði á gildi þrátt fyrir að vera mikið notaðir í þeim tilgangi. Meginástæðurnar eru tvær: Annars vegar eru peningar óstöðugur mælikvarði, en það að mælikvarðinn sé stöðugur er gjarnan talin ein grundvallarforsenda þess að hægt sé að reiða sig á hann. Hins vegar er oft óljóst hvað það er sem peningum er ætlað að mæla. Í greininni er farið yfir kenningar um gildi hluta og tengsl þeirra við vinnu og hvernig peningar koma við sögu við gildismælingar, horft til hugmynda um að rjúfa tengsl peninga og vinnu með svokallaðri skilyrðislausri grunnframfærslu, tengsl peninga við skuldir, þvingun og þrældóm skoðuð og litið til hugmynda Johns Locke um að gildi peninga megi leiða af föstu gildi góðmálma. 
 
Lykilorð: peningar, gildi, vinna, mælingar, heimspeki Blóðsykur, vinnuvikur, mælistikur 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is