Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 15. árgangur - 2015

Njörður Sigurjónsson: Hávaði búsáhaldabyltingarinnar

Mótmælin sem fylgdu fjármálahruninu 2008 voru hávaðasöm. Sérstaklega aðgerðirnar fyrir framan Alþingishúsið í janúar 2009 þegar mótmælendur komu saman og börðu potta með sleifum í takt og fékk mótmælabylgjan af þeim sið nafn sitt „búsáhaldabyltingin.” Hrópin „vanhæf ríkisstjórn” í tilbrigðum við taktinn I I III, hljómuðu endurtekið á Austuvelli og leiddu til þess að meirihlutaríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sagði af sér og boðaði til kosninga. Arfleifð mótmælanna og merking hávaðans hefur hinsvegar verið umdeild. Þessi grein notar nálgun hljóðmenningarfræða til þess að greina helstu hljóðviðburði, setur hávaðann í samhengi og býður ólíkar leiðir til túlkunar á hávaðanum.

Lykilorð: hljóðmenning, hávaði, búsáhaldabylting, mótmæli, fjármálahrun 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is