Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 13. árgangur - 2013

Marion Lerner: Staðir og menningarlegt minni: „Um ferðalýsingar og vörður“

Í greininni er gengið út frá tveimur gamalgrónum miðlum innan ferðamenningar, grjótvörðum og ferðalýsingum, og spurt hvaða hlutverki þeir gegni fyrir minnismenningu Íslendinga. Menningarlegt minni er skilgreint og útskýrt hvernig geymsluminnið og vinnsluminnið virka saman í síbreytilegu kerfi. Rök eru færð fyrir því að ferðalýsingar geti með frásögnum sínum fært minningar úr hinu hverfula samskiptaminni yfir í hið endingarbetra menningarlega minni og þannig tekið við af hinum þöglu en staðbundnu grjótvörðum. Forsenda þess er aftur á móti að inntakið sé nátengt sjálfsmynd og minningarsmíð hópsins, sem í þessu tilfelli er íslenska þjóðin á ákveðnu tímabili. Á stöðum minninga koma tími og rúm saman á sérstæðan hátt og eru sveipuð vissri helgi.

Lykilhugtök: grjótvörður, ferðalýsingar, menningarlegt minni, geymsluminni, vinnsluminni, staðir minningar, samskiptaminni, sjálfsmynd

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is