Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 15. árgangur - 2015

Gunnþórunn Guðmundsson: Frásögn án gleymsku og dauða: Sjálfstjáning á samfélagsmiðlum

Sjálfstjáning á netinu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratug svo að nú stunda fleiri einhvers konar sjálfsævisöguleg skrif en nokkru sinni fyrr. Samfélagsmiðlar eru helsta formið fyrir þessa tjáningu og uppbygging þeirra og boð og bönn hafa áhrif á frásögnina sem þar birtist. Þessi grein rannsakar þessa miðla, hlutverk minnis og gleymsku í þessu ferli og hvernig frásagnir birtast í orðum og myndum. Það sem er munað og því sem er gleymt á netinu og þar með okkar stafrænu spor hlýtur að hafa áhrif á sjálfsmynd okkar. Að segja sögu sína stöðugt í orðum og myndum á netinu opnar nýjar sjálfsævisögulegar aðferðir; sumar hverjar minna á fyrri form, eins og dagbókina eða fjölskyldualbúmið, aðrar eru að öllu leyti afurð nýrrar tækni. Hvaða áhrif þetta mun hafa í framtíðinni er erfitt að sjá fyrir, þar sem framtíðarnotkun á þessum sporum virðist ekki vera í okkar höndum.

Lykilorð: sjálfstjáning, sjálfsævisaga, samfélagsmiðlar, minni, gleymska 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is