Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 13. árgangur - 2013

Róbert H. Haraldsson: Minningar sem félagslegur tilbúningur

Í ritgerðinni er róttæk kenning um minnið sem helberan félagslegan tilbúning brotin til mergjar. Í fyrsta hluta er vikið að því hvernig þessi kenning hefur verið sett fram í formi spurninga en sjaldnast með beinum fullyrðingum. Því næst eru skoðuð fern almenn rök sem sett hafa verið fram til að styðja við kenninguna. Fyrstu rökin draga fram skyldleika hins sanna og hins ósanna, önnur rökin leggja áherslu á óaðskiljanleika hins sanna og ósanna, þriðju rökin eru heildarhyggjurök en hin fjórðu frásagnarsjálfsrök. Loks er bryddað upp á aðferð til að meta kenninguna. Hún felst í því að finna dæmi þar sem kenningin virðist sönn. Í ljósi dæmisins, sem er um bældar eða endurheimtar minningar, má síðan spyrja hvort það sé þetta sem við eigum hversdagslega við þegar við ræðum um minningar. Í ritgerðinni er því hafnað. 

Lykilorð: Minni, félagslegur tilbúningur, tráma, bældar minningar, heildarhyggja

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is