Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 13. árgangur - 2013

Jón Karl Helgason: Stóri ódauðleikinn: Minningarmörk, borgaraleg trúarbrögð og bakjarlar menningarlegs minnis

Í greininni er fjallað um kenningar Jans og Aleidu Assmann um menningarlegt minni og athyglinni beint að þremur þáttum þess, þ.e. minningarmörkum, tengslum þeirra við ósýnileg og borgaraleg trúarbrögð og loks bakjörlum (e. patrons) menningarlegs minnis. Þessum hugtökum er jafnframt beitt við greiningu á umræðum um tiltekin minningarmörk sem tengjast Jónasi Hallgrímssyni, þar á meðal tíu þúsund króna seðli með mynd af skáldinu, þeirri starfsemi sem menningarfélagið Hraun í Öxnadal stendur fyrir á fæðingarstað Jónasar og loks hugmynd þingmanna um prófessorsembætti Jónasar Hallgrímssonar við Háskóla Íslands.

Lykilorð: þjóðardýrlingar, Jónas Hallgrímsson, menningarlegt minni, borgaraleg trúarbrögð

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is