Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 13. árgangur - 2013

Úlfar Bragason: Arons saga: Minningar, mýtur og sagnaminni

Arons saga Hjörleifssonar er í hópi svokallaðra veraldlegra samtíðarsagna. Hún mun upphaflega hafa verið skrifuð á fyrri hluta 14. aldar. Sagan er ekki varðveitt í Sturlungu, sem er samsteypa annarra veraldlegra samtíðarsagna, heldur sérstök. Arons saga er ævisaga einnar af hetjum 13. aldar. Samkvæmt sögunni var Aron mikill stuðningsmaður Guðmundar biskups Arasonar í deilum hans við höfðingja, einkum Sturlunga. Gerðu þeir Aron útlægan. Hann varð seinna hirðmaður Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs og lést í Noregi 1255. Saga Arons vakti áhuga margra. Sagt er frá honum í Íslendinga sögu Sturlu Þórðar sonar og Ólafur hvítaskáld, bróðir Sturlu, orti um hann. Þormóður Ólafsson orti e.t.v. um Aron tvö kvæði. Þá er sagt frá Aroni í Guðmundar sögu biskups. Í greininni er rætt um sambandið milli þessara heimilda um ævi Arons og minningar, mýtur og frásagnarminni sem saga hans gæti verið reist á.

Lykilorð: samtíðarsaga, söguleg frásögn, minning, mýta, frásagnarminni, Arons saga Hjörleifssonar

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is