Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 12. árgangur - 2012

Hjalti Hugason: Kirkja í krísu. Íslenska þjóðkirkjan mætir nútímanum

Snemma á 20. öld mætti íslenska þjóðkirkjan nýjum áreitum er raunhyggja og skyldar hreyfingar tóku að hafa vaxandi áhrif meðal þjóðarinnar, m.a. í bókmenntunum þar sem raunsæisstefnan ruddi sér til rúms sem og í menntakerfinu. Leiddi þetta til krísu í samskiptum kirkju og þjóðar en þjóðkirkjan var þegar tekin að einangrast ísamfélaginu í lok 19. aldar. Margir forystumenn þjóðkirkjunnar reyndu að mæta þessum áskorunum með því að halda fram frjálslyndri guðfræði og spíritisma. Fyrrgreinda stefnan leitaðist við að mæta raunhyggjunni með nýjum sögulega gagnrýnum aðferðum í biblíutúlkun og sú síðarnefnda að sanna ódauðleika sálarinnar með „vísindalegum“ aðferðum. Stefnur af þessu tagi virðast hafa mótað trúarhugmyndir Íslendinga frá því á síðustu áratugum aldarinnar. Eftir síðari heimsstyrjöldina sneri kirkjan baki við þessum stefnum og lagði aukna áherslu á eigin hefðir, m.a. á sviði helgisiða. Glímt er við spurninguna hvort sú áherslubreyting muni rjúfa tengsl kirkju og þjóðar við upphaf 21. aldar og þar með skapa þjóðkirkjunni nýja krísu.

Lykilorð: kirkjusaga, veraldarvæðing, frjálslynd guðfræði, spíritismi, kirkjuleg söguhyggja

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is