Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 12. árgangur - 2012

Björn Ægir Norðfjörð: Að kvikmynda guðdóminn Cecil B. DeMille, epíska stórmyndin og konungur konunganna

Í greininni er velt upp kostum og göllum þess að skilgreina kvikmynd á borð við The King of Kings í leikstjórn Cecils B. DeMille sem Jesúmynd, en hefð hefur myndast fyrir því að flokka sérstaklega saman kvikmyndir sem fjalla um ævi og störf Jesú. Bent er á að slík flokkun stangast á við tvær helstu kvikmyndafræðilegu skilgreiningarnar á kvikmyndagreinum: annars vegar teoretíska og hins vegar iðnaðar. Í ljósi þeirrar fyrri myndu Jesúmyndir flokkast til jafn-ólíkra greina og epískra stórmynda (t.d. The King of Kings) og söngva- og dansamynda (t.d. Jesus Christ Superstar), en seinni skilgreiningin leggur áherslu á flokkanir og hvata iðnaðarins sjálfs. Í framhaldi er The King of Kings greind í ljósi sögulegra iðnaðar- og samfélagsþátta sem móta inntak myndarinnar með afgerandi hætti en varða þó ekki stöðu hennar sem Jesúmyndar. Á endanum er því haldið fram að The King of Kings sé ekki síður óður til kvikmyndamiðilsins en frelsarans.

Lykilorð: The King of Kings, Cecil B. DeMille, Halldór Kiljan Laxness, Jesúmynd, kvikmyndagreinar

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is