Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 12. árgangur - 2012

Alda Björk Valdimarsdóttir og Guðni Elísson: „Og eftir sitjum við með sektarkennd í brjósti“ – Hallgrímur Helgason og íslenska efnahagshrunið

Höfundarnafn Hallgríms Helgasonar hefur nú um nokkra hríð verið tengt góðæristímabilinu á árunum fyrir hrun og pólitískum flokksátökum þar sem hann tekur sér stöðu með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugsveldinu gegn rótgrónum valdaklíkum í Sjálfstæðisflokknum. Í þessari grein er farið ofan í saumana á útrásardraumum Hallgríms og dregið fram á hvaða hátt þeir beinast að íslensku listalífi og greinast því frá algengari yfirlýsingum stjórnmálamanna og fjármálagreifa um efnahagsvöxt. Að sama skapi er augum beint að kröfunni um siðferðilegt uppgjör og hvernig sú umræða liggur eftir pólitískum línum sem gefa til kynna að reynslan sem draga mátti af hruninu hafi ekki verið mikil.

Lykilorð: Hallgrímur Helgason, íslenska efnahagshrunið, höfundarnafn, rithöfundar og samfélagsleg ábyrgð, útrásarhugmyndir

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is