Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 12. árgangur - 2012

Ann-Sofie Nielsen Gremaud: Ísland sem rými annarleikans. Myndir frá bókamessunni í Frankfurt árið 2011 í ljósi kenninga um dullendur og heterótópíur

Í þessari grein er leitast við að lýsa því hvernig Ísland var kynnt á bókasýningunni í Frankfurt árið 2011. Megináherslan er á arfleifð hugmynda um tíma og rými og hvernig hún birtist í kynningu landsins í Evrópu. Í kynningu landsins undir fyrirsögninni Sagenhaftes Island – Fabulous Iceland – Sögueyjan Ísland – eimir eftir af hugmyndum um tíma og rými sem hafa orðið til í gagnkvæmri sjálfsmyndarmótun öldum saman. Fjallað er um hugmyndina um Ísland sem stað annarleikans (e. a place of otherness) í ljósi kenninga um önnur rými, eins og heterótópíur Foucaults, og í ljósi gagnrýni á evrópumiðaðar hugmyndir um tíma og rými. Til að skoða tengsl eigin lýsinga og annarra eru bornar saman myndir og ritaðar lýsingar sem birtust í sambandi við bókasýninguna. Meðal yfirlýstra markmiða með þátttöku í bókasýningunni var mótun nýrrar ímyndar af Íslandi eftir kreppuna. Í þessari grein er spurt hvort ímyndin sem mótuð var sé í raun og veru ný.

Lykilorð: bókasýningin í Frankfurt, heterótópía, dul-lendufræði, ímyndafræði, markaðssetning þjóðarímyndar

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is