Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 12. árgangur - 2012

Þröstur Helgason: Vaka og Vaki, upprisa og uppreisn – „svo náskyld orð“. Sigurður Nordal og módernisminn

Árið 1927 stofnaði hópur borgaralegra menntamanna tímaritið Vöku sem hafði það að markmiði að vekja þjóðina til vitundar um málstað sinn í sjálfstæðisbaráttunni. Flestir í þessum hópi voru áhrifamenn í samfélaginu en mest áberandi var Sigurður Nordal sem talaði fyrir þjóðernislega íhaldssamri menningarstefnu í tímaritinu. Réttum aldarfjórðungi seinna stofnuðu fjórir ungir menn móderníska tímaritið Vaka sem var eins konar andsvar við menningarstefnu Nordals. Í greininni er ólík og að vissu leyti þversagnarkennd virkni þessara tímarita í íslensku menningarlífi skoðuð, meðal annars í ljósi hugtakanna „upprisa“ og „uppreisn“ sem Nordal sagði svo náskyld. Í lok hennar er sett fram sú tilgáta að hin þjóðernislega íhaldssemi sé ástæða þess að módernismi átti ekki upp á pallborðið á Íslandi fyrr en eftir lýðveldisstofnun 1944.

Lykilorð: tímarit, Vaka, Vaki, Sigurður Nordal, módernismi

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is