Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 12. árgangur - 2012

Henry Alexander Henrysson: Skynsemin í náttúrunni – Náttúruleg skynsemi

Fjölmörg rit um heimspeki- og vísindasögu eru sammála um að markhyggja hafi horfið úr verkum helstu hugsuða um miðbik sautjándu aldar og að hún hafi ekki haft hlutverki að gegna í fræðilegri hugsun eftir þann tíma. Í þessari ritgerð eru dregnar í efa sögulegar forsendur þessarar skoðunar með því að skoða kunna gagnrýni á markhyggju frá sautjándu öld. Í greininni er einnig hvatt til þess að fræðimenn athugi nánar samband skynsemi, ástæðna og orsakarhugtaksins í nútímanum og að lokum er þess spurt hvort sú leið að hafna markhyggju bjóði okkur virkilega upp á skýrari og betri þekkingu á náttúrunni.

Lykilorð: markhyggja, heimspeki nýaldar, náttúra, orsakasamhengi, verufræði

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is