Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 12. árgangur - 2012

Daisy Neijmann: Hringsól um dulinn kjarna. Minni og gleymska í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar

Í þessari grein er kannað hvernig þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann fjallar um afleiðingar sektarkenndar og tráma í kjölfar þeirra djúptæku breytinga sem áttu sér stað í íslensku samfélagi á árum síðari heimsstyrjaldar. Sérstaklega verður athugað, út frá kenningum minnis- og trámafræða, hvort túlka mætti persónuleika Páls sem tákn um ,fjarveru‘ frá sögulegum atburðum, og endurminningaformið sem tilraun til að fást við beyg, sektarkennd og ‚minniskreppuna‘ svokölluðu, sem minnisfræðingar telja fylgifisk nútímans.

Lykilorð: bókmenntir, minnisfræði, tráma, endurminningar, hernám

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is