Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 12. árgangur - 2012

Ásta Kristín Benediktsdóttir: „Form og stíll örðugt viðfangs“. Fjölradda frásagnir og Lifandi vatnið, eftir Jakobínu Sigurðardóttur

Þriðja skáldsaga Jakobínu Sigurðardóttur (1918−1994), Lifandi vatnið − − − (1974), er afar flókið og margslungið verk, sérstaklega hvað varðar frásagnaraðferð. Þar er blandað saman ýmsum tegundum texta og frásögnin er ekki 1. eða 3. persónu frásögn heldur fjölradda (e. multipersoned narrative). Sögumaðurinn er heldur ekki allur þar sem hann er séður og ekki er alltaf ljóst hvenig sambandi hans og aðalpersónunnar Péturs er háttað. Í þessari grein er stuðst við kenningar fræðimannanna Moniku Fludernik og Brians Richardson og fjallað um fjölradda frásögn Lifandi vatnsins − − −. Frásagnaraðferðin þjónar mikilvægu hlutverki fyrir persónusköpun verksins því ábyrgðarleysi og veruleikaflótti Péturs, brotin sjálfsmynd hans og geðveiki, er undirstrikað í frásögninni sjálfri. Hin flókna frásagnaraðferð veldur því einnig að lesandinn þarf sífellt að staldra við og endurskoða afstöðu sína til textans og er þannig hvattur til að vera virkur lesandi.

Lykilorð: Jakobína Sigurðardóttir, Lifandi vatnið − − −, frásagnarfræði, frásagnaraðferð, fjölradda frásögn

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is