Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 11. árgangur - 2011

Sverrir Jakobsson: Hugmyndin um Evrópu fyrir 1800

Hér er leitast við að skýra þrennt: Í fyrsta lagi er ætlunin að skýra hvaðan hugtakið Evrópa er komið og rætur þess í grískri orðræðu á fornöld. Í því samhengi verður litið til almennra hugmynda um skiptingu heimsins í þrjár álfur sem voru ríkjandi í lærðri orðræðu í vesturhluta Evrasíu fram á 16. öld. Í öðru lagi verður leitast við að skýra hvers vegna mikilvægi Evrópu í pólitískri orðræðu fór vaxandi frá og með 15. öld og reyna að afmarka tímamót í því hvenær fyrst er hægt að greina „evrópska sjálfsmynd“, ef hún er á annað borð til. Í þriðja lagi verður efling evrópskrar sjálfsmyndar greind í samhengi við hugmyndir um stigveldi þjóða heims, þar sem sumar voru æðri en aðrar. Slíkar hugmyndir mótuðust í tengslum við breytta heimsmynd, í kjölfar þess að Evrópumenn uppgötvuðu tilvist fleiri heimsálfa. Ekki var þó um skyndilega viðhorfsbreytingu að ræða heldur þróun á löngum tíma.

Lykilorð: Evrópa, heimsálfur, sjálfsmyndir, orðræða, heimsmynd.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is