Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 11. árgangur - 2011

Jón Karl Helgason: Menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu. Samanburður á France Prešeren og Hans Christian Andersen

Í þessari grein er fjallað um félagslegt hlutverk menningarlegra þjóðardýrlinga Evrópu á grundvelli þess greinarmunar sem Itamar Even-Zohars gerir annars vegar á menningunni sem safni af áþreifanlegum afurðum og hins vegar á menningunni sem verkfæri. Athygli er beint að tveimur nítjándu aldar skáldum, France Prešeren frá Slóveníu og Hans Christian Andersen frá Danmörku. Í fyrsta lagi er bent á hvernig síðari tíma menn hafa umgengist margháttaðar leifar úr lífi þeirra sem helga dóma og í öðru lagi er rakið hvernig þessar leifar hafa orðið uppspretta að ýmsum félagslegum helgiathöfnum.

Lykilorð: France Prešeren, Hans Christian Andersen, þjóðskáld, menningarlegir þjóðardýrlingar, helgifesta.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is