Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 11. árgangur - 2011

Erla Erlendsdóttir: „Landa uppleitan og ókunnar siglingar“. Um landafundina og Nýja heiminn í evrópskum skrifum

Í greininni er fjallað um nokkur rit sem lúta að landafundum Spánverja í Vesturheimi. Sjónum er einkum beint að bréfum sem voru skrifuð á Spáni eða í Ameríku í lok 15. aldar og á 16. öld. Í bréfunum er ferðalagi sæfara vestur um haf og landafundum þeirra lýst sem og náttúrufari landanna og íbúum þeirra. Þegar fram liðu stundir var þessum bréfum snúið á aðrar tungur og fóru þau víða um Evrópu. Hér er fylgt eftir mögulegri leið skrifanna úr einu tungumáli í annað, frá Suður-Evrópu og norður í álfuna.

Lykilorð: Fundur Ameríku, bréf, frásagnir, þýðingar, danskir og íslenskir textar.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is