Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 11. árgangur - 2011

Ármann Jakobsson: Allur raunveruleiki er framleiddur. Um Sigtið með Frímanni Gunnarssyni

Greinin fjallar um Sigtið, sviðsettan heimildaþátt þar sem fjallað er um ýmis flókin viðfangsefni í íslensku samfélagi (dauðann, fordóma, listamenn og þráhyggjur). Sérstaklega er rætt um hvernig hinn sviðsetti heimildaþáttur er ádeila á fréttir, fréttatengd efni og framsetningu „raunveruleikans“ í fjölmiðlum. Sigtið er þannig þáttur sem snýst um heimildamyndarformið en um leið er deilt á íslenskt samfélag eins og það var árið 2006: neyslusamfélag sem snýst öðru fremur um meðferð og betrun og þar sem hinar skapandi stéttir eru á jaðrinum en reyna að færa sig nær miðjunni með því að verðleggja sig og selja samkvæmt kapítalískum viðmiðum.

Lykilorð: Sviðsettir heimildaþættir, ádeila, íslenskt sjónvarpsefni.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is