Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 11. árgangur - 2011

Nathalie Tresch: Leyndarmál franska rithöfundarins Emmanuels Carrère afhjúpuð

Í verki sínu Un roman russe segir franski rithöfundurinn Emmanuel Carrère frá vel geymdu fjölskylduleyndarmáli. Hann greinir einnig frá því að allar fyrri bækur hafi hann skrifað undir áhrifum frá þessu leyndarmáli, sem hefur verið mikill áhrifamáttur í lífi hans og ritstörfum, leyndarmál sem hann hafði enga stjórn á áður en hann ákvað að svipta af því hulunni. Í greininni er sýnt hvernig líta má á leyndarmál sem drifkraft í bókmenntasköpun og hvernig þessi sköpun á þátt í að móta sjálfsmynd höfundarins.

Lykilorð: bókmenntir, fjölskylda, minni, leyndarmál, sjálfsmynd, ábyrgð.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is