Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 11. árgangur - 2011

Stefán Snævarr: Aðferð og afsönnun. Popper og vísindin

Greinin fjallar um bók Karls Popper, Ský og klukkur. Hann er kynntur fáeinum orðum og rekið af honum það slyðruorð að hann hafi verið frjálshyggjumaður. Síðan eru meginhugmyndir hans um vísindalega aðferðafræði kynntar. Þá er svonefnd „staðalgagnrýni“ á Popper rædd, tekið er undir hana í megindráttum um leið og greinarhöfundur bætir við sinni eigin gagnrýni. Gagnstætt því sem Popper hélt þá er upplýst dómgreind drottning vísindanna.

Lykilorð: Popper, Ský og klukkur, frjálshyggja, vísindaheimspeki, aðferðafræði, afsönnun, tilgáta, raunspeki, Thomas Kuhn, Imre Lakatos, gervivísindi, upplýst dómgreind.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is