Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 11. árgangur - 2011

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „Ég get ekkert sagt.“ Skáldskapur og hrun

Greinin fjallar um fáein ljóð úr bók Antons Helga Jónssonar, Ljóð af ættarmóti (2010). Þau eru tengd efnahagshruninu árið 2008 og greind, ekki síst með hliðsjón af áhrifum þeirra á lesanda. Ýmsar hugmyndir úr hugrænum fræðum, t.d. um húmor/íróníu, líkindi og eftirlíkingu/hermun, eru nýttar við greininguna og þannig dregið fram að reynsla mannsins er líkömnuð, líka reynsla hans af ljóðum.

Lykilorð: Ljóð af ættarmóti, hrunið, húmor/írónía, líkindi, eftirlíking/hermun.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is