Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 11. árgangur - 2011

Guðni Elísson: Við ysta myrkur. Forboðnar listir í ljóðum eftir Sjón.

Í skáldskap sínum beitir Sjón gjarnan þeirri aðferð ýmissa súrrealista að hafna fyrirframgerðum kerfum og viðteknum táknum, hvort sem þau eru sett fram í þjónustu samfélags, í nafni rökhugsunar, eða heyra undir stíl og tungumál. Eins og Jacqueline Chénieux–Gendron hefur bent á kemur súrrealisminn vantrausti sínu á tilreiddar skýringar á framfæri eftir ýmsum leiðum, t.d. með því að nýta goðafræðina til að fanga merkingu tíma, rýmis og tungumáls á augnabliki tilurðarinnar, en hér er leitast við að skýra hvernig Sjón kemur slíkri reynslu á framfæri í ljóðum sínum með notkun ýmis konar lista.

Lykilorð: Sjón, ljóðlist, súrrealismi, listar, goðkynngi.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is