Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 11. árgangur - 2011

Dagný Kristjánsdóttir: Skólaljóð

Bókmenntaleg kanóna verður að hafa hugmyndafræðilegt fylgi til að hægt sé að gera hana hluta af skólakerfinu. Skólaljóðin frá 1901 lögðu grunn að slíkri kanónu. Aðeins voru valin ljóð eftir karlmenn. Kanónan var þjóðernisleg, lagði áherslu á náttúruljóð og sögu Íslands – eins og hún hafði verið túlkuð af þjóðfrelsissinnuðum skáldum á 19. öld. Kjarni þessa úrvals hélst nánast óbreyttur í mörgum mismunandi gerðum skólaljóða fram á sjöunda áratuginn en gagnrýni og ósætti við hann óx þar til ekki var lengur sátt um hann. Það virðist róttæk ákvörðun að gera bókmenntalega kanónu valfrjálsa í framhaldsskólunum og í greininni er spurt hvort það sé mögulegt í raun eða æskilegt.

Lykilorð: Skólaljóð, bókmenntakanóna, bókmenntasaga, þjóðernishyggja, barnamenning. 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is