Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 11. árgangur - 2011

Hjalti Hugason: Þjóðkirkja og trúfrelsi. Inntak og merking trúmálabálks stjórnarskrárinnar ásamt breytingartillögum

Í stjórnarskrá Íslands er að finna sérstakt ákvæði um að evangelíska–lútherska kirkjan skuli vera þjóðkirkja á Íslandi sem og um trúfrelsi. Hér eru ákvæði þessi túlkuð með hliðsjón af hliðstæðum ákvæðum í stjórnarskrá Dana frá 1849.
Sýnt er fram á að kirkjuskipaninni er aðeins ætlað að vera lýsandi, það er áskilja stuðning ríkisvaldsins við þá trúarhefð (meirihlutakirkju) sem þjóðin aðhyllist.
Í ljósi túlkunarinnar og breyttra þjóðfélagsaðstæðna er lagt til að við yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni verði kaflarnir um þjóðkirkjuna og trúfrelsið sameinaðir í eina grein sem tengd verði við ákvæði um almenn mannréttindi. Greinina mætti orða svo:

            Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við snnfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að

                        Ríkisvaldið skal styðja og vernda öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu.

 

Lykilorð: Stjórnarskrá, trúarbragðaréttur, trúfrelsi, þjóðkirkja, fjölhyggja.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is