Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 11. árgangur - 2011

Jón Torfi Jónasson: Háskólar og gagnrýnin þjóðfélagsumræða

Greinin setur í brennidepil hlutverk háskólafólks í samfélagslegri umræðu utan vettvangs stofnana þeirra. Fyrst er því haldið fram að háskólar beri samfélagslega ábyrgð sem krefst þess að þeir taki þátt í þróun samfélagsins, að þeir taki meðal annars þátt í eða hafi frumkvæði að rökræðum. Þannig verða sérfræðingar af öllum sviðum að skuldbinda sig. Þá er einnig útskýrt að staða þeirra sem sérfræðinga innan háskólans, sem einkennist af þekkingu og sjálfstæði, veitir þeim nokkuð einstaka ábyrgð til þátttöku þar sem margir kollegar þeirra, hvort sem er í opinberum störfum eða einkageira, hafi ekki jöfn tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar eða áhyggjur. En þó að gert sér ráð fyrir því að vísindaleg umræða sé hlutlaus, á það ekki við um fræðimanninn sem einstakling sem eru mannlegur og einkennist af hugsjónum, skoðunum og ýmsum lang- og skammtíma hagsmunum. Sumir þessara hagsmuna geta haft veruleg áhrif á umræðuna en þessi staðhæfing gefur þó ekki í skyn óheiðarleika eða spillingu. Þessir hagsmunir geta verið allt frá ástríðu fyrir sínu sviði, vegna stuðnings við verkefni sem þeir hafa komið nálægt, eða sem gæti styrkt þeirra svið, til stefnumótunar sem getur eflt möguleika þeirra á rannsóknarfé. Rökin fyrir því að fræðimenn taki þátt í almennri rökræðu þurfa þannig ekki endilega að fela í sér hlutleysi þeirra. En innlegg þeirra í umræðuna ætti að vera afar mikilvægt og niðurstaðan bendir til að íhuga mætti flutning frá viðhorfinu um frelsi fræðimanna til tjáningar um sitt sérfræðisvið til skyldu þeirra til þess að taka þátt og jafnvel til þess að gagnrýna. Þetta mætti svo yfirfæra á háskólann sem stofnun.

Lykilorð: Hlutverk fræðimanna í samfélagslegri umræðu, félagsleg ábyrgð, háskólinn sem stofnun, frelsi fræðimanna, hagsmunir

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is