Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 11. árgangur - 2011

Gauti Sigþórsson: Háskólabóla? Um námsframboð og vinsældir náms í góðæri

Í þessari grein er sett fram sú spurning hvort að breytingar á íslenskum efnahag og vinnumarkaði, allt frá tíunda áratugnum, hafi örvað ákveðna þenslu í háskólamenntun, líkri rökfræði efnahagsbólunnnar sem að lokum leiddi til hrunsins 2008. Tilgangurinn hér er ekki að draga upp skýra mynd af því hvernig þetta gæti hafa gerst, heldur fremur að vekja upp forvitni um núverandi ástand háskólamenntunar á Íslandi og hversu vel í stakk búin hún er fyrir þarfir eftirhrunsuppbyggingar og þá orðræðu sem upp er komin í íslenskri frumkvöðlastarfsemi þar sem upplýsinga- og samskiptatækni, hugbúnaður og tölvuleikir hafa verið áberandi. Árið 2008 þyrptust nýstúdentar í félagsvísindi, viðskiptafræði og lögfræði, sem og kennaramenntun, og samkvæmt nýjustu tölum úr nemendaskráningu er staðan óbreytt. Spurningin er hvort að þessi samansöfnun bendi til kerfislægrar hlutdrægni í garð félagsvísinda, viðskiptafræði og lögfræði? Getur verið að vegna þessarar hlutdrægni haldi háskólamenntun á Íslandi fast í mynd vinnumarkaðarins eins og hann var í bólunni, það sem nú eru aðeins óljósar útlínur horfins góðæris?

Lykilorð: Æðri menntun, stefna, hrunið 2008, almannaheill, einkafjárfesting, félagsvísindi, viðskiptafræði, lögfræði.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is