Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 11. árgangur - 2011

Sverrir Jakobsson: Háskólar. Valdastofnanir eða viðnámsafl?

Í greinninni er upphaf háskólans sem stofunanar á miðöldum kannað sem og sérkenni hans í samanburði við aðrar æðri menntastofnanir. Styrkur háskólans hefur falist í því að skapa staðlaða mynd æðri menntunar sem er svo gott sem meitluð í stein vegna einstakrar stöðu þeirra í úthlutun prófgráða og lærdómstitla. Sýnt er fram á að hefðbundið sjálfstæði háskóla hafi orðið til í þeim sögulegu kringumstæðum sem skóp þá, þar sem að valdakerfi miðalda voru ósambærileg og ýmsar stofnanir kepptust um völd í evrópskum samfélögum. Rætt er um hlutverk háskólans sem miðstöðvar gagnrýninnar hugsunar og því haldið fram að háskólar hafi sjaldan verið í forvígi andspyrnu ríkjandi valdhafa og hugmyndafræðilegrar forystu; í raun má fremur líta á háskóla sem geymslustað hefðbundinna yfirvalda og rótgróinnar hugsunar.

Lykilorð: miðaldaháskólar; samkeppnispróf; madrasa; æðri menntun; þekking og vald; samfélagsrýni og hlutverk menntamanna

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is