Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 11. árgangur - 2011

Guðni Elísson: Dómsdagsklukkan tifar. Upplýsing og afneitun í umræðu um loftslagsbreytingar

Í greininni er sjónum beint að ýmsum brögðum sem afneitunariðnaðurinn beitir til þess að hrekja sannanir um loftslagsbreytingar. Með því að greina umræðuna eins og hún birtist í íslenskum fjölmiðlum ræðir höfundurinn fimm gagnrök sem haldið er á lofti af þeim sem hafna því að aðgerða sé þörf gegn mannlegri ábyrgð í loftslagsbreytingum; rök sem eru byggð á velsæld, ábyrgð, vísindum, pólitík og tæknilausnum eða nýsköpun.

Lykilorð: Hnattræn hlýnun; afneitun loftlagsbreytinga; umhverfisleg ábyrgð; orðræðugreining; fjölmiðlar

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is