Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 13. árgangur - 2013

Benedikt Hjartarson: Svipmyndir að handan. Um miðla, fagurfræði og launhelgar nútímans

Kvikmyndin Vormittagsspuk eða Reimleikar að morgni eftir Hans Richter er jafnan talin til lykilverka þeirrar tilraunakvikmyndahefðar sem mótaðist á þriðja áratugnum. Fræðimenn hafa lagt megináherslu á tilraunakenndar aðferðir Richters, formfræði verksins og þann ærslakennda dadaíska leik sem þar birtist, en minna hefur farið fyrir umræðu um tengslin við spíritisma og aðra strauma nútímadulspeki. Táknheimur verksins sækir með margvíslegum hætti í sýn nútímadulspeki á þekkingarlegan sprengikraft fagurfræðilegs ímyndunarafls, hugmyndir hennar um ræfræna miðla og birtingarmyndir fyrirbrigða úr öðrum víddum. Verkið er merkilegur sögulegur vitnisburður um það veigamikla hlutverk sem orðræða dulspeki gegndi í hugmyndinni um menningarlegan nútíma á fyrstu áratugum 20. aldar.

Lykilorð: framúrstefna, tilraunakvikmyndir, dulspeki, spíritismi, söguleg orðræðugreining

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is