Útdráttur og lykilorð

 
Ástráður Eysteinsson: Söfnun og sýningarrými: Um söfn, hefðarveldi og minningasetur
 
Í greininni er gerð þverfagleg tilraun til þess að kanna ákveðin viðfangsefni safnafræða með því að beina sjónum að myndun hefðarveldis gagnvart ringulreiðinni sem felst í söfnun og að birtingarmynd staða og safnareynslu í bókmenntum. Undir leiðsögn er haldið til dómkirkjunnar í skáldsögunni Réttarhöldunum eftir Franz Kafka, í gegnum Landnámssetrið í Borgarnesi (sýningu sem á engar frumminjar, nema staðinn sjálfan) og til safns íslenskra handrita. Í kjölfar stuttrar umfjöllunar um mátt handahófskenndrar söfnunar, vals og myndunar hefðarveldis, er litið til þess á hvaða hátt söfn hafa opnað dyrnar fyrir sýningar eftir listamenn sem velta upp stofnanalegu hlutverki safnsins. Með því að bylta rými safnsins hefur sumum listamönnum tekist að víkka kjarna verka sinna í þeirri tilraun að taka inn – líkt og sumir skáldsagnahöfundar hafa gert – heila borg, stóran en óreiðukenndan stað, fullan af sameiginlegum og persónulegum minningum. Í skáldsögunni Safn sakleysisins eftir Orhan Pamuk birtist samspil borgarinnar, skáldsögunnar og safnsins sem leiðir í ljós mikilvægar hliðar hvers fyrir sig sem og aðalpersónunnar sem tekur að búa til sitt eigið safn, líkt og höfundurinn sjálfur hefur gert. Ef til vill er það eitthvað sem við gerum öll, á einn eða annan hátt.
 
Lykilorð: Safnareynsla, hefðarveldi, bókmenntalegir staðir, sýningarrými, minningasetur
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is