Útdráttur og lykilorð

 
Valdimar Tr. Hafstein: Þekking, virðing, vald: Virtúósinn Ole Worm og Museum Wormianum í Kaupmannahöfn
 
Fyrsti stórvirki safnarinn í Danmörku, Ole Worm (1588–1654), var einstæður fræðimaður í norður-evrópskri sögu, fjölhæfur endrreisnarmaður og prófessor í læknisfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Hann er þekktastur fyrir furðustofu sína, Museum Wormianum, en meðal annarra afreka hans er brautryðjendastarf í þjóðfræðilegum spurningaaðferðum með gerð spurningaskrár um þjóðhætti og fornminjar í Danmörku, ritun stórvirkis um rúnir og söfnun, rannsóknir og útgáfa  þjóðfræðiefnis og bókmennta frá miðöldum. Í þessari grein eru líf og verk Ole Worm könnuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig veraldlegir fræðimenn urðu að þriðja valdinu í Evrópu, ásamt klerkasétt og dómstólum. Þá er rakið hvernig viðhorf nýaldar til virðingar eða virtúósa voru til marks um nýstárlegar hugmyndir um þekkingu og nýtt skeið í sambandi þekkingar og valds. 
 
Lykilorð: Safn, söfnun, virðing, undrun, Skjöldunga saga.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is