Útdráttur og lykilorð

 
Loftur Atli Eiríksson: Menningarvæðing viðskiptalífsins
 
Nýfrjálshyggja, einkavæðing og ný opinber stjórnunarstefna (e. New Public Managment) höfðu umstalsverð áhrif á stefnu stjórnvalda við styrkjaveitingar til lista og menningar á Íslandi frá 2002 til 2008. Ríkisstjórnin hvatti fyrirtæki til að gerast bakhjarlar lista og menningar og gerði kröfur til opinberra lista- og menningarstofnana um að auka sértekjur sínar. Lista- og menningarstofnanir njóta ákveðinnar virðingar og trausts og því sáu stórfyrirtæki hag sinn í því að hefja stamstarf við þær undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar í því skyni að marka sér svæði meðal almennings og styrkja eigin ímynd. Þessi tilhneiging er hér nefnd „menningarvæðing viðskiptalífsins“. Í rannsókninni er sjónum beint að áhrifum fjárveitinga fyrirtækja til íslenskra menningarstofnana frá 2002–2008. Sjónum er einkum beint að tveimur áberandi stórfyrirtækjum, Landsbanka Íslands og Landsvirkjun, og því hvernig þessi fyrirtæki nýttu fjárveitingar til lista og menningar til þess að efla markaðsstarf sitt með því að tengja það við íslenskt þjóðerni og menningararf.
 
Lykilorð: Lista- og menningarstofnanir, samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, menningarlegt auðmagn, einkavæðing, bakhjarlar.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is