Útdráttur og lykilorð

 
Tinna Grétarsdóttir: Á milli safna: útrás í (lista)verki
 
Í greininni er fjallað um fjölgun þeirra tilvika þar sem að safnmunir, þar með talin listaverk, eru teknir út úr söfnum líkt og gerist þegar þeir eru seldir, gefnir, skipt út eða skilað. Í þessu samhengi er fjallað um höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Fyrstu hvítu móðurina í Ameríku. Höggmyndin var færð að gjöf til kanadísku þjóðarinnar í Þjóðmenningarsafni Kanada árið 2000. Hér er fjallað um afhendingu höggmyndarinnar sem vettvang þverþjóðlegs rýmis og sjálfsmyndarsköpunar. Líta má svo á að athöfnin við afhendingu höggmyndarinnar leiði í ljós þjóðernispólítik sem miðlar sjálfsmynd, sögum, vöruvæðingu þjóðar og endurmótuðum pólitískum og efnahagslegum aðstæðum á Íslandi. Þessar aðstæður haldast í hendur við endurhugsaðar þjóðernislegar hugmyndir um íslenska sjálfsmynd og samfélag sem endurspeglast í orðræðunni um „útrás“ og sveigjanlegri jaðar hins íslenska nýfrjálshyggjuríkis.  
 
Lykilorð: Söfn, list, þverþjóðleiki, nýfrjálshyggja, útrás.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is