Útdráttur og lykilorð

 
Katla Kjartansdóttir: Mótmælastrengur í þjóðarbrjóstinu
 
Í greininni tekst höfundur á við pólitískt og menningarlegt hlutverk ýmissa íslenskra safna í samtímanum. Við þjóðminjasöfnum, og öðrum menningarsöfnum, hafa blasað vandamál á póstmódernískum tímum og Ísland er þar engin undantekning. Hlutverk þeirra getur ekki lengur tengst að mestu leyti  sköpun þjóða og staðfestingu á sjálfsmyndum þjóða. Í aldanna rás hafa þjóðminjasöfn oft þjónað sem musteri þjóðargersema og hins svo kallaða menningararfs þjóðarinnar. Í brennidepli hafa aðallega verið „afar mikilvægir menn“, stríðssigrar og aðrar djörfungarstundir í sögu þjóðarinnar. Nýlegar kenningar í safnafræði hafa gagnrýnt þetta hlutverk og lagt í auknum mæli áherslu á að söfn taki aukinn þátt í ýmsum samtímalegum, jafnan hápólitískum og umdeildum, atburðum. 
 
Lykilorð: Söfn, sjálfsmynd þjóðar, andóf, menningararfur, sjónmenning. 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is