Útdráttur og lykilorð

 
Alma Dís Kristinsdóttir: Safnfræðsla: staða og (ó)möguleikar
 
Markmið þessarar greinar er að draga upp – á nokkuð gagnrýninn máta – raunsæja mynd af stöðu safnafræðslu á Íslandi og varpa ljósi á mikilvægi fræðsluhlutverks safna í samfélaginu, bæði sögu- og menningarlega séð. 
Bæði eru kannaðir feikilegir möguleikar safna sem óformlegar menntastofnanir sem nýta má ævilangt og breytilegar aðferðir í þekkingarmiðlun, þekkingarfræði og menntunarfræði sem hefur breytt sjónarhorni safnafræðslu frá því að sjá fyrir upplýsingum um safnmuni yfir í að auðvelda fjölbreytt fræðslutækifæri og þátttöku safngesta á öllum aldri með ólík áhugasvið. Kannaðir eru lagalegir þættir og stefna safna á Íslandi sem og hvers konar menntunarhlutverk söfn geta – eða geta ekki – uppfyllt. Í greininni eru dregnar ályktanir út frá víðtækri rannsókn undir heitinu Góðar stundir: Safnfræðsla og fjölskyldur sem fólst í heimsóknum til 25 safna og stýrt var að höfundi á árunum 2005–2007. Ein af niðurstöðum þeirrar rannsóknar er mikilvægi þess að auka umtalsvert meðvitund sérfræðinga á sviði safnafræðslu á Íslandi sem og að auka skilning á virkri notkun menntunarfræðikenninga, eins og hugsmíðahyggju og valfrelsi, í samhengi safnsins. Þörf er á að þróa meðvitaða fræðslustefnu fyrir söfn og fylgja henni eftir á íslenskum söfnum. Það legði lóð á vogarskálarnar til þess að auka vitund um þau mikilvægu fræðslutækifæri sem felast, eða skortir, í íslenskum söfnum.
 
Lykilorð: Safnfræðsla, óformleg menntun, menntunarhlutverk safna, hugsmíðahyggja, fræðslustefna. 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is