Útdráttur og lykilorð

Helgi Þorláksson: Þjóðveldið og samtíminn: Um leitina að sögulegum hliðstæðum og hlutverk sagnfræðinga
 
Í þessari grein bendir höfundur á þá tilhneigingu í nútímanum til að leita sögulegra hliðstæða í þeim tilgangi að varpa ljósi á samtímaatburði og umræðu líðandi stundar. Ekki virðast margir sagnfræðingar gangast undir þetta og höfundur leggur til skýringu á því. Hann mælir með því að fortíðin sé rannsökuð á eigin forsendum. Það merkir að kanna samhengi og ferli fyrri tíma og greina hvernig þeir tímar voru ólíkir nútímanum, áður en sögulegur samanburður er reyndur. Þetta á jafnt við um stjórnmálahugmyndir og stofnanir og höfundur bendir á að samanburður á siðferðilegum álitamálum sé vandasamt verk. Sérstakri athygli er beint að samsvörun, sem einkum íslenskir stjórnmálamenn vilja draga fram, milli annars vegar endaloka íslenska þjóðveldisins 1262 með undirritun Gamla sáttmála og því að gangast Noregskonungi á hönd og hins vegar efnahagskreppu samtímans sem einkennist af deilum um Icesave samninginn og möguleika á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Færð eru rök fyrir því að ekki eigi að líta á Gamla sáttmála sem mistök eða glappaskot heldur að hann eigi að nálgast og túlka á forsendu síns tíma. Hin hefðbundni skilningur á íslenskri sögu, mótaður á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, virðist enn þá ríkjandi jafnvel þó að hann sé fullur af misskilningi og röngum ályktunum um sameiginlega pólitíska hagsmuni á þjóðveldistíma, um Íslendinga sem þjóð (pólitíska þjóð eða ríkisþjóð) og um áhersluna á stjórnmálalegt sjálfstæði.
 
Lykilorð: sagnfræðilegur samanburður, íslenska þjóðveldið, Gamli sáttmáli
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is