Útdráttur og lykilorð

Ritið 2.-3. hefti, 9. árgangur - 2009

Vilhjálmur Árnason: Árvekni eða auðsveipni: Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu

Í þessari grein velti ég vöngum yfir því hvort að háskólamenn séu skyldugir til þess að taka þátt í samfélagsumræðu. Svar mitt er jákvætt og ég færi rök fyrir því að ein af forsendum gróskumikilla fræðastarfa sé að þau séu stunduð í frjálslyndu lýðræðisumhverfi sem elur af sér upplýstar skoðanir almennings. Í litlu samfélagi þar sem að fjölmiðlar eru veikir getur framlag háskólamanna verið afar mikilvægt. Oft geta háskólamenn einir búið yfir þeirri þekkingu sem er nauðsynleg til þess að greina viðfangsefni, setja þau í skynsamlegt samhengi og afhjúpa skrumskælda umræðu. Þetta tengi ég háskólahugsjóninni, gagnrýninni hugsun, og kröfunni um hlutleysi vísinda sem gefur í skyn að háskólamenn þurfi að vera árvakrir um það hvernig vísindaleg þekking er nýtt í samfélaginu. Í því tilliti verða háskólamenn að vera einkar meðvitaðir um markaðsvæðingu menntunar, samfylgjandi óljósu valdi sem grefur undan akademískum hugsunarhætti. Ég ræði hættur hvatakerfisins sem takmarkast við fræðilegar útgáfur og getur dregið úr borgalegri meðvitund og aukið á einangrun háskólamanna. Að lokum færi ég rök fyrir því að framlag hugvísindamanna til samfélagsumræðu sé einstætt að því leyti að hugvísindin standa í beinna sambandi við andlegt lífi þjóðarinnar í víðum skilningi en önnur fræðasvið. Í ljósi þess að íslenska þjóðin stendur fyrst og fremst gagnvart andlegum vanda getur framlag hugvísinda verið áríðandi. Þetta hefur í för með sér, þvert á nýlegar tilhneigingar, að hugvísindi verði að viðurkenna hlutverk sitt sem hagnýt siðvísindi.

Lykilorð: Gagnrýnin hugsun, meðvitund almennings, opinber umræða, haskólahugsjón, hlutleysi vísindanna

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is