Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 13. árgangur - 2013

Margrét Elísabet Ólafsdóttir: Viðtökur expressjónískra málverka Finns Jónssonar í ljósi skrifa Alexanders Jóhannessonar um „Nýjar listastefnur“

Málverkið Örlagateningurinn eftir Finn Jónsson frá árinu 1925 er eitt höfuðverka íslenskrar nútímalistar. Samt var verkið ekki fyllilega viðurkennt sem listsögulega mikilvægt fyrr en árið 1970, eftir að það hafði verið sýnt í Strassborg. Viðtökusaga verksins hefst þegar Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar grein þar sem hann gerir lítið úr samstarfi Finns við gallerí Der Sturm í Berlín. Í listsögulegum skrifum hefur verið lögð áhersla á að skýra gagnrýni Valtýs og áhrif hennar á viðtökur verksins með því að íslenskt samfélag hafi ekki haft forsendur til að meta verkið að verðleikum og listamaðurinn því ákveðið að mála ekki fleiri verk í anda Örlagateningsins. Í þessari grein er sett fram sú kenning að ákveðin þekking hafi legið til grundvallar gagnrýni Valtýs. Því til rökstuðnings er sjónum beint að útgefnum fyrirlestri Alexanders Jóhannessonar frá árinu 1920, þar sem hann fjallar um „Nýjar listastefnur“ sem höfðu áhrif á Finn Jónsson.

Lykilorð: Málverk, nútímalist, expressjónismi, myndlistargagnrýni, menntamenn

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is