Útdráttur og lykilorð

 
Guðmundur Jónsson: Kreppur og kapítalismi
 
Yfirstandandi efnahagskreppa hefur leitt af sér flóðbylgju af skrifum um veikleika kapítalismans sem og gangrýnið endurmat á kenningum um efnahagsþrengingar og viðskiptalífið almennt. Í greininni er sjónum einkum beint að tveimur andstæðum kenningarkerfum á kreppum, annars vegar meginstraumi nútímahagfræði sem leggur markaðskerfi kapítalismans til grundvallar, hins vegar marxískum kenningum um kapítalískar kreppur. Höfundur færir rök fyrir því að yfirstandandi kreppa hafi þjónað sem áminning um þessar kenningar og að það hafi afhjúpað vanmátt beggja kenningarkerfa um að bjóða upp á sannfærandi útskýringu á eðli og orsök kapítalískrar kreppu.
 
Lykilorð: Kapítalsimi, efnahagskreppur, meginstraumar hagfræðinnar, marxískar kenningar
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is