Útdráttur og lykilorð

 
Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason: Guðfræðin í pólitíkinni – pólitíkin í guðfræðinni
 
Markmið þessarar greinar er að bregðast við efnahagshruninu sem Ísland hefur glímt við frá haustinu 2008 frá guðfræðilegu sjónarhorni. Höfundar setja fram meginkenningar sínar í upphafi greinarinnar, nefnilega þá að guðfræði sé pólitísk. Með öðrum orðum, þeir halda því fram að guðfræðileg orðræða hafi óhjákvæmilega pólitískar afleiðingar, sem hefur ekki endilega í för með sér að allir guðfræðingar viðurkenni pólitískt eðli guðfræðinnar. Þeir sem gera fyrirfram ráð fyrir tvískiptingu milli efnis og anda, eða að minnsta kosti milli veraldlegs og andlegs sviðs, eru síður líklegir til þess að viðurkenna pólitískt eðli guðfræðinnar en þeir sem gera það ekki. Nokkur skýr dæmi um pólitískt eðli guðfræðinnar frá 20. öld eru rakin og í kjölfarið fjallað um Gyðing–kristna sköpunarguðfræði. Með því að leggja áherslu á hlutverk Guðs sem skapara himins og jarðar, og að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd, hefur sköpunarguðfræði mikilvægt samfélagslegt hlutverk, þar sem hún dregur fram ábyrgðina sem lögð er á herðar skaparans fyrir einstaklinga og mannkynið í heild. Þessi ábyrgð á við um alla sköpun, náttúran er ekki undanskilin. Af sögunni um syndafallið má sjá hve erfitt þetta getur verið þar sem að syndugt mannkynið hefur tilhneigingu til þess að hafa hugann við eigin þarfir og vera of nærsýnt til þess að sjá það sem gerist í nánasta umhverfi. Afrakstur hins sjálfhverfa manns er alltumlykjandi. Af þessum sökum er mikilvægt að guðfræðileg umræða um endurlausn taki tillit til þess hvað endurlausn merki í raun og veru, ekki aðeins fyrir einstaklinga heldur einnig fyrir samfélagið og sköpunina alla.
 
Lykilorð: Pólitísk guðfræði, íslenska bankahrunið, sköpunarguðfræði, samfélagsleg ábyrgð, andóf
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is