Útdráttur og lykilorð

 
Ólafur Páll Jónsson: Kreppa, náttúra og sálarlíf
 
Hugtakið 'kreppa' getur haft þrjár ólíkar en skyldar merkingar: hagfræðileg kreppa, félags- og menningarleg kreppa og loks sálræn kreppa. Til þess að auka skilning okkar á ástandinu á Íslandi síðan hrunið varð um haustið 2008 er mikilvægt að gaumgæfa hvernig kreppa í þessum þremur merkingum hefur komið fram í samfélaginu og í einkalífi íslensku þjóðarinnar. Að komast út úr kreppu er ekki aðeins hagfræðilegt verkefni og þjóð kann vel að jafna sig á efnahagslegri kreppu án þess að komast upp úr félags– og menningarlegri kreppu eða sálrænni kreppu.
 
Lykilorð: kreppa, þunglyndi, sjálfbærni, framfarir
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is