Útdráttur og lykilorð

 
Kristín Loftsdóttir: Kjarnmesta fólkið í heimi: Þrástef íslenskrar þjóðernishyggju í gegnum lýðveldisbaráttu, útrás og kreppu
 
Þegar Ísland hóf sjálfstæðisbaráttu sína seint á 19. öld urðu hugmyndir um Íslendinga sem sérstakt kyn áberandi í kennslubókum og þjóðernislegri umræðu. Þessi umræða dró upp mynd af Íslendingum sem afkomendum víkinga sem settust hér að og voru mótaðir af óvægri náttúru landsins. Í greininni kanna ég þessar hugmyndir um íslenskt þjóðerni á fyrri tímum og endurvinnslu þeirra í yngri hugmyndum um íslenska útrásarvíkinginn. Í kjölfar hruns stóru bankanna 2008 var lögð rík áhersla á að íslenska þjóðin stæði saman og í greininni bendi ég á að þessi áhersla hafi einnig að hluta til byggt á þjóðernislegum hugmyndum um Íslendinga sem sérstakt kyn. Ég byggi grein mína á rannsóknum sem tengjast kynþáttahyggju og þjóðernishyggju í íslenskum kennslubókum, sem og á rannsóknum á þjóðernishyggju almennt.
 
Lykilorð: þjóðernishyggja, fjölmenning, kreppa, útrásarvíkingur, kynferði
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is