Útdráttur og lykilorð

 
Hólmfríður Garðarsdóttir: Speglun og spegilmyndir. Saga kvikmyndagerðar í Rómönsku Ameríku
 
Í greininni er sagt frá framúrskarandi uppbyggingu kvikmyndagerðar í Rómönsku Ameríku á 20. öldinni. Í upphafi er dregin upp mynd af komu miðlisins vegna áhrifa Lumière bræðranna og því næst eru ræddir helstu áhrifavaldar á þróun kvikmyndargerðar á svæðinu. Þá er fléttað saman umræðu um pólitískt og sögulegt samhengi kvikmyndagerðar við frásögn af framsetningu raunveruleika og sjálfsmyndar álfunnar eða smærri svæða hennar. Megináhersla greinarinnar er á uppvöxt; hvernig virði, ágæti og sjálfstæði kvikmyndagerðar í Rómönsku Ameríku óx jafnt og þétt. 
 
Lykilorð: Bíó, kvikmyndagerð, Rómanska Ameríka, sagnfræði.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is