Útdráttur og lykilorð

 
Jón Thoroddsen: Lesið í Terra nostra eftir Carlos Fuentes
 
Markmið þessarar greinar er taka saman og túlka í heild sinni skáldsöguna Terra nostra eftir mexíkóska rithöfundinn Carlos Fuentes. Þetta er afar flókin skáldsaga, og á köflum ruglar hún af ásetningu og því eru allar tilraunir til að vega og meta merkingu hennar umdeilanlegar. Meginkenningin hér er að mögulegt sé að opna fyrir áðurgreinda merkingu með því að kanna á hvaða hátt Fuentes nýtir gagnstæð sjónarhorn goðsögu og sagnfræði sem frjóvga hvor aðra til þess að gera skáldsöguna að einhverju öðru og meira en hvort sjónarhorn fyrir sig hefur upp á að bjóða. Meginframlag þessarar greinar til bókmenntalegra rannsókna á verkum Fuentes er að færa rök fyrir því að með þessari aðferð takist honum að gefa samtímanum mjög svo þarfa goðsögu þar sem að hefð og framtíð takast á í ýmsum myndum. Þetta gefur lesanda skáldsögunnar ómetanlegt tól til þess að takast á við eigin hefðir og hefja frjósaman lestur. 
 
Lykilorð: Fuentes, Terra nostra, nútímagoðsögur, spænsk saga, hefðir. 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is