Útdráttur og lykilorð

 
Kristín Guðrún Jónsdóttir: „Þið hlustið aldrei á okkur“. Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í bókmenntum Mexíkana og Chicanóa
 
Í greininni er miðað að því að gefa yfilit yfir bókmenntir frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í meginatriðum er sjónum beint að bókmenntum Mexíkómegin við landamærin og minni athygli hlýtur bókmenntastarfsemi Chicanóanna Bandaríkjamegin. Í þessum tilgangi er nauðsynlegt að gaumgæfa sögu landamæranna og hvernig þau hafa verið talin menningarleg eyðimörk í miðstýrðu landi eins og Mexíkó. Þetta ástand hefur komið í veg fyrir þróun fullgildrar bókmenntaraddar við mexíkönsku landamærin. Þó hefur þetta smám saman breyst frá því á 9. áratugnum með vaxandi bókmenntastarfsemi á svæðinu. Í greininni er kannað hvernig landamærin birtast í mexíkönskum bókmenntum frá landamærasvæðinu sem og í þeim bókmenntum sem koma frá miðju landsins. Hvað varðar Bandaríkjahluta landamærasvæðisins, urðu margir mexíkanar bandarískir ríkisborgarar þegar landamærin voru dregin árið 1848. Afkomendur þeirra, Chicanóarnir eða Mexíkóameríkanar, hafa haldið úti sinni eigin baráttu við að eignast rödd innan hinnar ráðandi engilsaxnesku–amerísku menningu.
 
Lykilorð: Bandarísku og Mexíkönsku landamærin, landamærabókmenntir, mexíkanskar bókmenntir, landamæri, bókmenntir Chicanóa
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is