Útdráttur og lykilorð

 
Stefán Ásgeir Guðmundsson: Hugo Chávez – hinn sterki maður
 
Hinn umdeildi forseti Venesúela, Hugo Chávez, hefur verið áhrifamikil persóna í pólitísku landslagi Rómönsku Ameríku síðustu 10 ár. Heimspressan hefur fylgst náið með óhefðbundnum stjórnunaraðferðum hans og sérstæðu tungutaki. Þrátt fyrir umtalið sem oft fylgir honum hefur minna verið fjallað um ástandið í Venesúela sem leiddi til uppgangs Hugo Chávez og hvernig valdatíð hans er samofin hefðinni um hinn sterka mann – caudillo – í sögu Rómönsku Ameríku.
Eftir að hafa farið fyrir mislukkaðri stjórnarbyltingu 1992 var Hugo Chávez staðráðinn í að breyta landi sínu sem var orðið staðnað og landlæg spilling einkenndi stjórnmálakerfið, oft nefnt Pacto de Punto Fijo eða Punot Fijo–samkomulagið. Kerfinu var komið á fót 1959 og einkenndist af stjórn tveggja flokka en hafði runnið sitt skeið í lok kalda stríðsins. Undir merkjum Bólivarísku byltingarinnar hefur Hugo Chávez snúið baki við nýfrjálshyggjunni og hafið uppbyggingu á ríkismiðuðu efnahagskerfi. Þó að hann hafi verið kjörinn forseti lýðræðislega 1998 hefur stjórnunarstíll hins sterka manns verið augljós og sýnir hversi sterkar rætur fyrirbærið caudillo hefur í menningu Rómönsku Ameríku. Þetta er að auki merki um veikleika lýðræðislegra stofnana í Venesúel. Þessi grein er hluti vaxandi rannsókna þessara tveggja mikilvægu þátta í bakgrunni og pólitískri tilveru Hugo Chávez
 
Lykilorð: Hugo Chávez, Venesúela, Rómanska Ameríka, hinn sterki maður, el caudillo, Punto Fijo–samkomulagið
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is