Veran og heimurinn

Í heimspekilegri verufræði er rýnt í ýmsar hliðar tilvistarinnar, meðal annars það hvers konar hlutir og fyrirbæri geti verið til í heiminum, hvað það feli í sér að vera til og með hvaða hætti (ef einhverjum) megi flokka það sem er til. Í þessari málstofu flytja rannsóknastöðustyrkþegar á vegum Heimspekistofnunar erindi um verufræði, hver með sínu sniði. Öll eiga erindin það þó sameiginlegt að fjalla með einhverjum hætti um stöðu verunnar í heiminum. Björn Þorsteinsson tekst á við nýstárlegar spurningar um hliðstæður milli fyrirbærafræði og nútímaeðlisfræði, Henry Alexander Henrysson gerir tilraun til þess að svara því hvort ein stök verund þurfi að vera einföld og Eyja Margrét Brynjarsdóttir veltir fyrir sér hvort hneigðir hluta ákvarðist af því sem þeir eru í þröngum skilningi eða hvort umhverfið komi líka við sögu.

Björn Þorsteinsson: Af eðli verunnar. Verufræðileg álitamál í nútímaeðlisfræði
Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Mátturinn og eðli𠕠        
Henry Alexander Henrysson: Tilraun um verundina: Er ein stök verund einföld?

Fundarstjóri: Jakob Guðmundur Rúnarsson, doktorsnemi

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is